Fréttir

Spennandi staða í liða- og einstaklingskeppni Íslandsgöngunnar

Mikil barátta er í liðakeppni Íslandsgöngunnar milli liðanna ELÍTAN og Team Cruise Control, en aðeins 39 stig skila að liðin þegar tvær göngur eru eftir.

Norskur sigur 50 km Fossavatnsgöngunni

Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024, en um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður á kepppnisdaginn,

Matthías sigraði alþjóðlegt mót í svigi í Oppdal í Noregi um helgina

Landsliðsmennirnir okkar Matthías Kristinsson og Gauti Guðmundsson náðu sínum besta árangri á ferlinum.

Andrésar andar leikarnir 2024

48. Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar (SKA) í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 24.-27. apríl 2024

Unglingameistarmót Íslands í alpagreinum 2024

Unglingameistaramót Íslands í alpagreinum fór fram í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina (11.-14. apríl). Einnig voru Bikarmeistarar SKÍ krýndir í flokki 12-13 ára stúlkna og drengja og 14-15 ára stúlkna og drengja.

Skíðamót Íslands í alpagreinum 2024

Bjarni Þór, Elín, Eyrún Erla og Sara Mjöll Íslandsmeistarar

Vildís og Marinó sigruðu tvöfalt á Brettamóti Íslands

Vildís Edwinsdóttir og Marínó Kristjánsson úr Brettafélagi Hafnarfjarðar sigruðu bæði tvöfalt á Bikarmóti Íslands á snjóbrettum fram fór í Hlíðarfjalli um helgina.

Haukur Bjarnason sæmdur gullmerki SKÍ

Haukur Bjarnason var sæmdur gullmerki SKÍ á opnunarhátíð Skíðalandsmótsins sem fram fór í Ármannsheimilinu í gær (4. apríl sl.). Sonur hans Bjarni Þór tók við merkinu fyrir hönd föður síns, en fjölskyldan er búsett í Noregi, en hann kom til landsins til að keppa á Skíðalandsmótinu sem fram fer um helgina í Bláfjöllum.