Íslandsgangan



Íslandsgangan er röð skíðagöngumóta sem skíðagöngunefnd Skíðasambands Íslands hefur efnt til árlega síðan 1985. Henni er ætlað að höfða til allra sem áhuga hafa á skíðaíþróttum, bæði þeim sem leitast eftir ánægjulegri og hollri útiveru og eins metnaðarfyllra keppnisfólki.

Í mótaröðinni verða sex skíðagöngumót sem haldin eru víðs vegar um landið. Lágmarksvegalengd í stigakeppni Íslandsgöngunnar er 20 km en í hverri göngu eru einnig í boði styttri vegalengdir þannig að allir eiga að geta fundið brautir við sitt hæfi, bæði þrautþjálfað keppnisfólk, trimmarar og jafnvel hreinir byrjendur. Markmiðið er að ná til sem allra flestra þar sem hver og einn getur verið með á eigin forsendum. Þeir, sem ganga lengstu vegalengd sem er í boði í hverju móti, taka þannig þátt í stigakeppni mótaraðarinnar og í lok síðasta móts vetrarins eru krýndir stigameistarar. 

Upplýsingar um stigakeppnina sem og aldursflokka má sjá í reglugerð um Íslandsgönguna hér.

Dagskrá Íslandsgöngunnar 2024 er eftirfarandi:

  • 20. janúar - Hermannsgangan - Akureyri
  • 9.-10. febrúar - Fjarðargangan - Ólafsfjörður
  • 9. mars - Strandagangan - Hólmavík
  • 14-16. mars - Bláfjallagangan - Reykjavík
  • 6. apríl - Orkugangan - Húsavík
  • 18.-21. apríl - Fossavatnsgangan - Ísafjörður
  • 4. maí - Fjallagangan - Stafdalur

Göngurnar má einnig finna á viðburðadagatali og mótatöflu skíðasambandsins.

Fossavatnsgangan sem er hluti af Íslandsgöngunni er einnig hluti af Landvættum en það er fjölþrautafélag þar sem taka þarf þátt í fjórum mótum, skíðagöngu, sundi, hlaupi og hjólareiðum. Mótin eru alltaf þau sömu og dreyfast þau á milli landshluta. Frekari upplýsingar er hægt að finna inná heimasíðu Landvættarins.