Húsavík

 

Skíðagöngusvæði - Reykjaheiði

Spor eru troðin reglulega uppá Reykjaheiði þegar aðstæður leyfa og er það þá auglýst á Facebook síðu Völsungs. Vanalega eru gönguspor frá desember/janúar - fram að vori (apríl/maí). Reynt er að troða spor alla virka daga og um helgar.
Svæðið er á Reykjaheiði rétt vestan Höskuldsvatns um 7 km. frá Húsavík.  Akstursleiðin að svæðinu er upp Þverholt á Húsavík og þaðan áfram eftir malbikuðum vegi sem liggur til Þeistareykja. Ef ekið er inní bæinn frá td Akureyri er um að ræða fyrstu beygju til hægri á gatnamótum þar sem pósturinn er.   
Yfirleitt eru lagðar 3 og 5 km langar brautir og stundum lengri t.d. um helgar, og eru þær við allra hæfi. Taka þarf mið af snjóalögum enda býður svæðið upp á mikla möguleika hvað varðar brautarlagningu.  Um er að ræða tvöfalt spor ásamt troðnu skautaspori við hliðina.
Búið er að koma upp aðstöðu á svæðinu þar sem hægt er að fara inn í upphitaða skúra með vatnssalerni og aðstöðu til að borða nesti. 
Aðgangur að svæðinu er gjaldfrjáls en Skíðagöngudeild Völsungs tekur við frjálsum framlögum í skúr á svæðinu.
Facebook síða Skíðagöngudeildar Völsungs

Skíðasvæði 

Skíðasvæði Húsavíkur er í Skálamel. 
Melurinn er staðsettur við Framhaldsskóla Húsavíkur, skammt frá íþróttahöllinni.
Opnun svæðisins er háð snjóalögum og veðri.
Reglulegur opnunartími er:
Virkir dagar: 14-18.30
Helgar: 13-17 
Sími í Skálamel - 464-1873