Stoðþjónusta

SKÍ greinar

Fagteymi SKÍ

Fagteymið er skipað fagfólki sem aðstoðar afreksmenn SKÍ við þjálfun.  Meðlimir í fagteymi SKÍ hafa víðtæka þekkingu og reynslu á sínu sviði og geta boðið afreksmönnum SKÍ þjónustu í hæsta gæðaflokki í tengslum við alla þjálfun og keppni þeirra.    

Í fagteymi SKÍ eru:
María Magnúsdóttir - Sjúkraþjálfari
Róbert Magnússon - Sjúkraþjálfari
Baldur Helgi Ingvarsson - Læknir 
Örnólfur Valdimarsson - Læknir 
Hrönn Árnadóttir - Íþróttasálfræðingur 

Megin markmið með starfi fagteymisins er að undirbúa afreksmenn sem best fyrir  æfingar og keppni og hámarka þannig árangur.  Ennfremur að fyrirbyggja og meðhöndla meiðsli, sjá um fræðslu og forvarnir sem tengjast þátttöku í landsliðsverkefnum SKÍ.