Dalvík


Á svæðinu eru tvær lyftur, neðri lyftan er af gerðinni Leitner og er 700 metra löng. Beint í framhaldi af henni er lyfta af gerðinni Doppelmayer og er hún 500 metra löng, samtals 1.200 metra langar og fallhæðin er 322 metrar. Einn snjótroðari sinnir daglegri troðslu á svæðinu og er annar til taks á álagstímum. Ný lýsing er á svæðinu, um 1.200 metra löng brekka er lýst.

Opnunartími er mjög sveigjanlegur þegar um hópa er að ræða og er svæðið jafnvel opnað utan hefðbundins tíma sé þess óskað. Skíðaleiga er á staðnum og eru skíði og skór frá barnastærðum upp í fullorðinsstærðir. Hægt er að fá skíðakennslu um helgar og er kennd 1 klst. í senn gegn gjaldi.

Nánari upplýsingar má finna inná heimasíðu svæðisins.