Íslandsmeistarar

Fyrsta Skíðamót Íslands var haldið árið 1937 í Hveradölum. Er það talsvert fyrir formlega stofnun Skíðasambandins sem var 23. júní árið 1946. Íslandsmeistarar eru krýndir á Skíðamóti Íslands á ári hverju. Fyrst var eingöngu keppt í norrænum greinum, skíðagöngu og stökki. Árið eftir var svo tekin upp keppni í alpagreinum og var þá keppt í svigi og bruni. Einnig var keppt í sveitakeppni í svigi þangað til samhliðarsvig var tekið inn árið 1986. Árið 1953 var svo byrjað að keppa í stórsvigi.

Hér til hliðar má sjá Íslandsmeistara fyrri ára.