Akureyri


Í Hlíðarfjalli er sannkölluð skíðaparadís rétt við bæjardyrnar. Þar eru frábærar aðstæður til skíða- og snjóbrettaiðkunnar. Lyfturnar á svæðinu geta samanlagt flutt 4.440 manns á klst. en samfelldur hæðarmunur á skíðabrekkunum er um 500 metrar.

Skíðastaðir voru byggðir á árunum 1955-1964 en rekstur hófst 1962. Húsið stendur í 506 metra hæð yfir sjávarmáli. Strýta stendur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er greiðasala og salerni fyrir gesti í Hlíðarfjalli.

Vetraríþróttamiðstöð Íslands er starfrækt í Hlíðarfjalli en hún var stofnuð á Akureyri með staðfestingu samstarfs menntamálaráðuneytis, Akureyrarbæjar, Íþrótta- og olympíusambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, 18. mars 1998.

Nánari upplýsingar má finna inná heimasíðu svæðisins