Um SKÍ

Skíðasamband Íslands er samband héraðssambanda og íþróttabandalaga þeirra íþróttafélaga sem iðka, æfa og keppa í skíða- og snjóbrettaíþróttinni.  Það hefur æðsta vald um sérgreinamálefni skíða- og snjóbrettaíþróttarinnar innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ.

Tilgangur SKÍ er að hafa yfirstjórn á málefnum skíða- og snjóbrettaíþróttarinnar á Íslandi og vinna að eflingu hennar, hafa yfirumsjón með framkvæmd og stuðla að góðri samvinnu aðildarfélaga. Gefa út reglur um keppnir, hafa yfirumsjón með framkvæmd þeirra og sjá um útgáfu keppnisleyfa. 

Sambandið var stofnað 23. júní árið 1946 og var fyrsti formaður SKÍ Steinþór Sigurðsson.  

Fyrsta skíðamótið á Íslandi var þó haldi töluvert fyrir stofnun sambandsins eða árið 1905 en það voru Fljótamenn og Siglfirðingar sem stóðu fyrir því en keppnisgreinin var brekkurennsli. Fyrsta skíðamót Íslands var svo haldið árið 1937 í Hveradölum og hefur verið haldið á hverju ári síðan utan tveggja ára.

Íslendingar hafa átt keppendur á skíðum á erlendri grundu frá því 1946. Fyrstu íslensku keppendurnir á Ólympíuleikum tóku þátt árið 1948 og höfum við átt keppendur á öllum vetrarólympíuleikum síðan þá. Hinsvegar tóku Íslendingar fyrst þátt í heimsmeistaramóti árið 1954 en þá var mótið haldið í Svíþjóð.

Formenn Skíðasamband Íslands

2019-            Bjarni Theódór Bjarnason
2013-2019  Einar Þór Bjarnason
2010-2013  Páll Grétarsson 
2006-2010  Daníel Jakobsson
2002-2006  Friðrik Einarsson
1998-2002  Egill Jóhannsson 
1994-1998  Benedikt Geirsson
1988-1994  Sigurður Einarsson
1980-1988  Hreggviður Jónsson 
1978-1980  Sæmundur Óskarsson
1974-1978  Hákon Ólafsson
1969-1974  Þórir Jónsson
1964-1969  Stefán Kristjánsson
1960-1964  Einar B. Pálsson 
1956-1960  Hermann Stefánsson
1950-1956  Einar Kristjánsson
1947-1950  Einar B. Pálsson
1946-1947  Steinþór Sigurðsson