Unglingameistarmót Íslands í alpagreinum 2024

Unglingameistaramót Íslands í alpagreinum fór fram í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina (11.-14. apríl)

Skíðafélag Akureyrar sá um mótshald sem var hið glæsilegasta. Mótið var sett við hátíðlega athöfn í Akureyrararkirkju á fimmtudaginn og keppt var föstudag- sunnudags.

Á föstudeginum var keppt í svigi við mjög erfiðar aðstæður sem tóku á bæði keppendur og allt starfsfólkið sem hafði ekki við að moka og skafa snjó úr brautunum. Dagurinn varð langur en keppendur létu það ekki á sig fá enda grjótharðir krakkar hér á ferð.

Á laugardeginum lét sólin sjá sig þegar keppt var í stórsvigi. Það var mjög spennandi keppni í öllum flokkum og gaman að sjá allt þetta efnilega skíðafólk sem við eigum etja kappi. 12-13 ára kepptu í Norðurbakkanum og 14-15 ára kepptu á sama tíma í Suðurbakkanum og því gekk þetta fljótt og vel fyrir sig. Síðar um daginn fór fram glæsileg verðlaunaafhending í Naustaskóla þar sem veitt voru verðlaun fyrir alpatvíkeppni, bikarmeistara SKÍ og bikarmeistari félaga. Einnig voru fjölmörg útdráttarverðlaun frá styrktaraðilum mótsins.

Á sunnudeginum var einnig sama blíðan og á laugardeginum og þá var keppt í samhliðasvigi í Norðurbakkanum í öllum flokkum. Mikil stemning var í fjallinu og margir að horfa á mjög skemmtilega og harða keppni.

Skíðasamband Íslands óskar verðlaunahöfum til hamingju með frábæran árangur og Skíðafélagi Akureyrar með frábært mótahald. Einnig vill SKÍ koma á framfæri kærum þökkum til allra styrktaraðila mótsins sem og allra sjálfboðaliðanna sem gerðu það að verkum að hægt var að halda svona glæsilegt mót.

 

Úrslit svig:

Stúlkur 12-13 ára:

Karítas Sigurðardóttir – Ármann

Jóhanna Skaftadóttir – Dalvík

Amelía Dröfn Sigurðardóttir – UÍA

Drengir 12-13 ára:

Barri Björgvinsson – Dalvík

Friðrik Kjartan Sölvason – SKA

Óliver Helgi Gíslason - Ármann

Stúlkur 14-15 ára:

Hrefna Lára Zoëga – UÍA

Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir – UÍA

Sóley Dagbjartsdóttir - UÍA

Drengir 14-15 ára:

Alex Bjarki Þórisson – Ármann

Arnór Alex Arnórsson – KR

Maron Björgvinsson – Dalvík

Flokkur hreyfihamlaðra:

Arnar Goði Valsson - UÍA

 

Úrslit stórsvig:

Stúlkur 12-13 ára:

Sylvía Mörk Kristinsdóttir – SKA

Karitas Sigurðardóttir - Ármann

Jóhanna Skaftadóttir - Dalvík

Drengir 12-13 ára:

Barri Björgvinsson - Dalvík

Friðrik Kjartan Sölvason - SKA

Haraldur Jóhannsson - Ármann

Stúlkur 14-15 ára:

Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir - UÍA

Hrefna Lára Zoëga – UÍA

Viktoría Björk Harðardóttir - Breiðablik

Drengir 14-15 ára

Arnór Alex Arnórsson - KR

Óskar Valdimar Sveinsson – Dalvík

Frosti Orrason - SKA

 

Úrslit samhliðasvig:

Stúlkur 12-13 ára:

Karítas Sigurðardóttir – Ármann

Lára Elmarsdóttir Van Pelt – Víkingur

Mundína Ósk Þorgeirsdóttir - SSS

Drengir 12-13 ára:

Barri Björgvinsson – Dalvík og Friðrik Kjartan Sölvason - SKA - Jafnir í 1. sæti

Haraldur Jóhannsson - Ármann - 3. sæti

Stúlkur 14-15 ára:

lveig Sigurjóna Hákonardóttir – UÍA

Hrefna Lára Zoëga – UÍA

Katrín María Jónsdóttir - UÍA

Drengir 14-15 ára

Óskar Valdimar Sveinsso – Dalvík

Arnór Alex Arnórsson – KR

Sindri Már Jónsson - SKA

Flokkur hreyfihamlaðra:

Arnar Goði Valsson - UÍA

 

Úrslit alpatvíkeppni:

Stúlkur 12-13 ára:

Karítas Sigurðardóttir - Ármann

Jóhanna Skaftadóttir – Dalvík

Eyrún Hekla Helgadóttir – Dalvík

Drengir 12-13 ára:

Barri Björgvinsson - Dalvík

Friðrik Kjartan Sölvason - SKA

Óliver Helgi Gíslason - Ármann

Stúlkur 14-15 ára:

Hrefna Lára Zoëga – UÍA

Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir – UÍA

Hulda Arnarsdóttir - Ármann

Drengir 14-15 ára

Arnór Alex Arnórsson - KR

Alex Bjarki Þórisson - Ármann

Hrafnkell Gauti Brjánsson - Ármann

 

Bikarmeistarar SKÍ:

Stúlkur 12-13 ára:

Sylvía Mörk Kristinsdóttir – SKA

Karítas Sigurðardóttir – Ármann

Lára Elmarsdóttir Van Pelt – Víkingi

Drengir 12-13 ára:

Barri Björgvinsson – Dalvík

Friðrik Kjartan Sölvason – SKA

Óliver Helgi Gíslason – Ármann

Stúlkur 14-15 ára:

Hrefna Lára Zoëga – UÍA

Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir – UÍA

Ásta Kristín Þórðardóttir – Ármann

Drengir 14-15 ára

Arnór Alex Arnórsson – KR

Alex Bjarki Þórisson – Ármann

Óskar Valdimar Sveinsson – Dalvík

Bikarmeistari félaga:

Ármann

 

Úrslit hér 

Hægt er að sjá myndir frá mótinu á Facebook SKÍ