Norskur sigur 50 km Fossavatnsgöngunni

Anikken Gjerde Alnæs og Magnus Waaler sigruðu í 50 km Fossavatnsgöngunni 2024, en um 300 keppendur tóku þátt í 50 km göngunni og tókust á við krefjandi aðstæður á kepppnisdaginn, en það blés hressilega á brautinni auk þess sem veðurguðirnir sendu reglulega létta regnskúra yfir svæðið. Ríflega 100 þátttakendur voru skráðir í 25 km göngu og 70 í 12,5 km. Magnus Waaler kláraði gönguna á tímanum 02:41:13.5, næstur kom Ísfirðingurinn Dagur Benediktsson með tímann 02:55:46.1 og þriðji var Ítalinn Stefano Zanotto á tímanum 02:55:46.2. Annikken Gjerde Alnæs kláraði á 02:55:28.2, önnur var hin finnska Heli Annika Heiskanen á tímanum 03:06:12.8 og þriðja var Elisabeth Schicho frá Þýskalandi á tímanum 03:24:28.0.

Dagur Benediksson kom fyrstur í mark í 25 km göngunni, frjálsri aðferð en Magnus Waaler varð annar og Aniken Gjertd Alnæs varð þriðja, en hún kom fyrst í mark kvenna. Alls luku 75 skíðagöngumenn og konur keppni.

Freyja Rós Árnadóttir kom fyrst í mark í 5 km göngunni á 32:02 mín. og í öðru sæti var Magnús Hrafn Einarsson, og þriðja í mark var Sigurbjörg Ólöf Sindradóttir en þau keppa öll fyrir Skíðafélag Ísfirðinga.

Heildarúrslit í öllum flokkum má síðan einnig sjá hér.