07. nóv. 2023
Ný afstaðið Skíðaþing, sem haldið var á Sauðárkróki 20. og 21. október sl., fagnaði því að vinna við stefnumótun um framtíð Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands sé hafin.
06. nóv. 2023
Skíðasamband Íslands hefur valið úrtakshóp fyrir Ólympíuleika ungmenna sem fara fram í Gangwon í Suður Kóreu 19. janúar-1. febrúar 2024.
23. okt. 2023
Bjarni Th. Bjarnason var endurkjörinn formaður SKÍ til tveggja ára. Aðrir í stjórn voru einnig endurkjörin til tveggja ára, þau Hugrún Elvarsdóttir, Jón Egill Sveinsson og Gísli Reynisson. Formenn alpagreinanefndar Sigurður Sveinn Nikulásson og Einar Ólafsson Formaður skíðagöngunefndar voru einnig endurkjörnir. Aðalsteinn Valdimarsson er nýr Formaður snjóbrettanefndar.
22. okt. 2023
Þjálfari 1 sérgreinahlutinn í alpagreinum verður haldinn í Bláfjöllum (Tindastóll til vara) helgina 8.10. desember.
20. okt. 2023
Sveitarfélaginu Skagafjörður, Fisk Seafood og Kaupfélagi Skagfirðinga var veitt sérstök viðurkenning SKÍ fyrir framlag þeirra til uppbyggingar og reksturs skíðasvæðisins í Tindastóli.
20. okt. 2023
Fimm sjálfboðaliðum til margra ára hjá skíðadeild Umf. Tindastóls voru veittar heiðursviðurkenningar á þingi Skíðasambandsins á Sauðárkróki.
20. okt. 2023
Fjölmennur hópur iðkenda frá öllu landinu fædd 2006-2009 fóru í æfingaferð til Hintertux í Austurríki dagana 7.-17.október. Það voru 33 iðkendur úr alpagreinum, fjórir úr snjóbrettum og einn úr freestyle. Alls fóru sex þjálfarar með hópnum, einn farastjóri og tveir foreldrar.
09. okt. 2023
Mótatöflur fyrir göngu og alpagreinar liggja nú fyrir á heimasíðu SKÍ. Mótatafla fyrir snjóbretti er enn í vinnslu.
03. okt. 2023
Samráðsfundii (World Café) Alþjóða skíðasambandis (FIS) sem átti að vera í dag, 5. október milli kl. 12 og 14 að íslenskum tíma, þ.e. kl. 14 og 16 að evrópskum tíma er frestað og verður tímasettur síðar. Fundurinn mánudaginn 9. október á sama tíma, verður haldinn skv. áætlun.