Vel gert hjá Kristrúnu og Gígju

Þær Kristrún Guðnadóttir og Gígja Björnsdóttir náðu góðum árangri í 10 km göngu á HM í dag í Planica.

Kristrún varð í 58. sæti (rásnúmer 67) og Gígja í 66. sæti (rásnúmer 75) af þeim 111 keppendum sem tóku þátt. Þær áttu góða göngu og stóðu sig vel.

Úrslit keppninnar má sjá á heimasíðu mótsins hér 

Snorri, Albert og Dagur keppa í 15 km göngu á morgun (miðvikudag) og hefst keppni kl. 11:30 að íslenskum tíma.