Frábær byrjun í Peking - Snorri í 29.sæti í skiptigöngu

Snorri Einarsson í brautinni í Peking. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson í brautinni í Peking. Mynd: Nordic Focus

Keppni hófst í morgun hjá okkar keppendum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Skíðagöngumaðurinn Snorri Einarsson var fyrstur til að hefja leik og var meðal keppenda í 30 km skiptigöngu þar sem byrjað er að ganga 15 km með hefðbundinni aðferð og síðan skipt um skíði og seinni hlutinn genginn með frjálsri aðferð.

Allir keppendur ræstu út á sama tíma og var Snorri með rásnúmerið 44 af alls 70 keppendum. Snorri gekk virkilega vel í dag og átti jafna og góða göngu og endaði í 29.sæti að lokum. 

Heildarúrslit má sjá hér.

Næst keppir Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í stórsvigi á morgun 7.febrúar. Keppni hefst kl. 01:30 að íslenskum tíma með fyrri ferð. Alla keppnisdagskrá íslensku keppendana er hægt að sjá hér.