Vildís tryggði sér keppnisrétt í heimsbikarnum

Vildís tryggði sér keppnisrétt í heimsbikarnum með öðru sæti í Hollandi

Landsliðskonan í snjóbrettum, Vildís Edwinsdóttir, náði frábærum árangri á alþjóðlegu slopestyle móti í Landgraaf í Hollandi í dag þar sem hún hafnaði í 2. sæti. Með glæsilegri frammistöðu hlaut hún 266,15 WSPL-stig, sem veitir henni keppnisrétt í heimsbikarmótum. 

„Þetta er stórt skref fyrir mig. Ég hef stefnt að þessu lengi og það er ótrúlega gaman að sjá að vinnan er að skila sér,“ sagði Vildís eftir keppnina.

Með þessum árangri fær hún nú tækifæri til að etja kappi við fremstu keppendur heims en þetta var fyrsta mót vetrarins og verður spennandi að fylgjast með framgangi Vildísar næstu mánuði. Stóra markmiðið í vetur er að tryggja sér sæti á Ólympíuleikana á Ítalíu í febrúar, og hefur hún nú tekið fyrsta stóra skrefið í þá átt.

“Geggjað að fá að byrja seasonið já góðum vibe” sagði Vildís að lokum. 

 Skíðasambandið óskar Vildísi innilega til hamingju með árangurinn.