Vetrarólympíuleikarnir í Peking 2022

Stjórn SKÍ hefur tilnefnt hóp keppenda til ÍSÍ fyrir komandi vetrarólympíuleika 2022 í Peking, Kína. Um er að ræða þá aðila sem stefna að þátttöku, vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana og standa fremstir í sínum greinum. Aðrir keppendur eiga einnig möguleika nái þeir lágmörkum.

Á síðustu leikum átti Ísland einn keppanda af voru kyni í alpagreinum og í skíðagöngu voru tveir karlar og ein kona. Miðað við núverandi stöðu á heimslistum má búast við því að sambærilegur fjöldi keppenda fái keppnisrétt auk þess sem að vonir eru bundnar við að keppendur í snjóbrettum nái að tryggja sér keppnisrétt. Ákveðnir kvótar eru á keppnisrétt og er hann misjafn eftir greinum. Erfiðara er en oft áður að vinna sér inn keppnisrétt vegna breytinga á lágmörkum sem og að erfiðara hefur verið að ferðast og sækja mót erlendis sökum heimsfaraldurs.

Þeir sem tilnefndi eru:

Alpagreinar
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir
María Finnbogadóttir
Sturla Snær Snorrason

Skíðaganga 
Albert Jónsson
Dagur Benediktsson
Isak Stiansson Pedersen
Kristrún Guðnadóttir
Snorri Einarsson

Snjóbretti
Baldur Vilhelmsson
Benedikt Friðbjörnsson
Marinó Kristjánsson