Vel heppnuð Hermannsganga

Hermann Sigtryggsson t.v. ræsir hér Hermannsgönguna 2023.
Hermann Sigtryggsson t.v. ræsir hér Hermannsgönguna 2023.

Hin árlega Hermannsganga fór fram laugardaginn 4. febrúar sl. Hún var að þessu sinni haldin í Kjarnaskógi, en hefur fram til þessa verið í Hlíðarfjalli. Gangan er kennd við Hermann Sigtryggsson íþróttafrömuð sem lengi var íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar. Hann ræsti göngu nú sem endranær.

  • Veronika Guseva Skíðafélagi Akureyrar (SKA) sigraði í kvennaflokki í 24 km göngu. Sigurvegari karla var Ævar Freyr Valbjörnsson, einnig í SKA.
  • Í 12 km göngu karla bar Róbert Bragi Kárason SKA sigur úr býtum og Svava Rós Kristófersdóttir Skíðafélagi Ólafsfjarðar í kvennaflokki.
  • Viktoría Rós Guseva SKA sigraði í 4 km göngu kvenna en Jökull Ingimundur Hlynsson  SFS í karlaflokki.

Í 24 km göngu var keppt í fleiri aldursflokkum og keppendur voru frá 7 ára upp í 73 ára  upp í en öll úrslit göngunnar má sjá hér. Um 100 keppendur voru skráðir til leiks.

Fjölmargar myndir hafa birst á netinu frá göngunni og má sjá myndir og myndir á heimasíðu akureyri.net hér.  Hér er síðan myndasyrpa sem Ármann Hinrik ljósmyndari tók af þessu tilefni.

Þá er hér hlekkur á Facebókarsíðu viðburðarins og loks hlekkur á vef og myndir Vikublaðsins hér.