Vel heppnuð hæfileikamótun í skíðagöngu

Hluti af hópnum
Hluti af hópnum

Skipulögð var hæfileikamótunarferð erlendis fyrir skíðagöngu í lok desember 2021. Farið var út eftir jólin til Noregs og komið heim 7.janúar 2022. Alls voru 13 iðkendur sem tóku þátt í verkefninu og var farið til Beitostolen í Noregi. Þjálfari í ferðinni var Þorsteinn Hymer en hann er búsettur í Noregi og fararstjóri var Hulda Pétursdóttir. Ferðin var fyrir 14-18 ára iðkendur en einnig gátu eldri iðkendur sótt um að fara með.

Ferðin gekk virkilega vel og var mikið æft, þeir elstu gengu hátt í 400 km í ferðinni auk þess að lögð var áhersla á fræðslu sem snýr að íþróttinni eins og umhirðu og undirbúning skíða, æfingar, tækni, næringu, hvíld o.fl. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig og var hópurinn ánægður með ferðina. 

Verkefni í hæfileikamótun erlendis fyrir skíðagöngu er klárlega komið til að vera og verður ferð næsta vetrar, ásamt verkefnum innanlands, auglýst snemma fyrir næsta vetur.