Valið á HM unglinga í alpagreinum

Alpagreinanefnd SKÍ hefur valið á HM unglinga í alpagreinum. Mótið fer fram að þessu sinni í Narvik í Noregi dagana 5-14.mars. Valið var eftir áður útgefinni valreglu og því valið eftir 13.lista sem gefinn var út 4.febrúar 2020.

Allar upplýsingar um mótið má nálgast hér og á heimasíðu mótsins. Allir keppendur munu taka þátt í bæði svigi og stórsvigi.

Konur
Katla Björg Dagbjartsdóttir
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
María Finnbogadóttir
Vigdís Sveinbjörnsdóttir

Karlar
Georg Fannar Þórðarson
Gauti Guðmundsson

Grímur Rúnarsson, landsliðsþjálfari í alpagreinum, fer með hópnum og honum til aðstoðar verða þær Brynja Þorsteinsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir.