Val í landslið fyrir næsta tímabil

Skíðasamband Íslands hefur valið landsliðin í alpagreinum,  skíðagöngu og snjóbrettum fyrir veturinn 2022-2023. Valið var eftir áður útgefnum valreglum sem kynntar voru haustið 2021.

Framundan er spennandi tímabil þar sem HM í öllum greinum ber hæst. Einnig er EYOF á dagskrá og áfram verður tekið þátt í mörgum WC mótum og EC mótum ásamt því að landsliðsfólkið mun keppa á fjölda alþjóðlegra FIS móta.

Landsliðið í snjóbrettum mun æfa með Austuríska liðinu Way Anit You, Vagard Karlstrom mun sjá um landsliðið í skíðagöngu og allir liðsmenn í alpagreinum munu taka þátt í Lowlander mis mikið þó. Landsliðið í alpagreinum er fullskipað sem er gleðiefni því það sýnir breidd og styrk komandi kynslóðar.

Alpagreinar

A-landslið
Bjarni Þór Hauksson
Katla Björg Dagbjartsdóttir
Matthías Kristinsson
Sturla Snær Snorrason

B-landslið
Fríða Kristín Jónsdóttir
Gauti Guðmundsson
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Jóhanna Lilja Jónsdóttir
Jón Erik Sigurðsson
Tobias Hansen

Skíðaganga

A-landslið
Albert Jónsson
Dagur Benediktsson
Snorri Eyþór Einarsson

B-landslið
Gígja Björnsdóttir
Kristrún Guðnadóttir

Snjóbretti

A-landslið
Baldur Vilhelmsson
Benedikt Friðbjörnsson
Marinó Kristjánsson

B-landslið
Anna Kamilla Hlynsdóttir
Vildís Edwinsdóttir