Valreglur á stórmót í alpagreinum

Skíðasamband Íslands mun senda keppendur á þrjú stórmót í alpagreinum í vetur og því gott að hafa valreglur á hreinu. Hér að neðan má sjá hversu margir verða sendir, hvenær verður valið og hvaða punkta þarf að vera með fyrir hvert mót.

HM fullorðinna (undankeppni) - St. Moritz í Sviss 6.-19.febrúar 2017

 • Fjórir bestu af hvoru kyni í svigi og stórsvigi
 • Þarf að vera undir 80 FIS punktum í grein á FIS lista.
 • Valið eftir 9. FIS lista sem kemur út 17.janúar, FIS mót til og með 15.janúar gilda inná listann.
 • Gjaldgengir eru allir keppendur 16 ára og eldri (2000 árgerð og eldri).

EYOF - Erzerum í Tyrklandi 12.-17.febrúar 2017

 • Fjórir bestu af hvoru kyni samanlagt í svigi og stórsvigi
 • Þarf að vera undir 130 FIS punktum í annarri greininni og 280 samanlagt úr báðum greinum á FIS lista.
 • Valið eftir 9. FIS lista sem kemur út 17.janúar, FIS mót til og með 15.janúar gilda inná listann.
 • Gjaldgengir eru keppendur sem fæddir eru frá 1999-2000.

HM unglinga - Åre í Svíþjóð 6.-14.mars 2017

 • Fjórir bestu af hvoru kyni í svigi og stórsvigi.
 • Þarf að vera undir 90 FIS punktum í grein á FIS lista.
 • Valið eftir 10. FIS lista sem kemur út 7.febrúar, FIS mót til og með 5.febrúar gilda inná listann.
 • Gjaldgengir eru keppendur sem fæddir eru frá 1996-2000.