Val á landsliði Íslands í alpagreinum

Freydís Halla, Helga María, María og Sturla Snær skipa A-landsliðið
Freydís Halla, Helga María, María og Sturla Snær skipa A-landsliðið

Skíðasamband Íslands hefur valið landslið í alpagreinum fyrir komandi vetur. Stærsta verkefni vetrarins verður án efa HM í St. Moritz í Sviss sem fer fram í febrúar, en ásamt því verður tekið þátt á HM unglinga, Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og alþjóðlega FIS mótum. Komandi vetur er líka mikilvægur uppá lágmörk fyrir ÓL 2018.

A-landslið:
Freydís Halla Einarsdóttir
Helga María Vilhjálmsdóttir
María Guðmundsdóttir
Sturla Snær Snorrason

B-landslið:
Andrea Björk Birkisdóttir
Bjarki Guðjónsson
Björn Ásgeir Guðmundsson
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Jón Gunnar Guðmundsson
Katla Björg Dagbjartsdóttir
Kristinn Logi Auðunsson
Magnús Finnsson
Sigurður Hauksson