Val á keppendum á HM í alpagreinum 2021

Skíðasamband Íslands hefur valið keppendur á heimsmeistaramótið í alpagreinum. Mótið fer fram í Cortina á Ítalíu og stendur frá 8-21.febrúar. Að þessu sinni keppa Íslendingarnir í svigi og stórsvigi og er fyrsti keppnisdagur okkar fólks 18. febrúar. Allir íslensku keppendurnir taka þátt í undankeppni í öllum greinum nema stórsvigi kvenna þar sem íslensku konurnar fara beint inn í aðalkeppnina. Hópurinn fer tímanlega til Cortina til að kynnast aðstæðum og mun vera í HM þorpinu nokkra daga áður en keppni hefst. SKÍ er aðili að samstarfi sex þjóða um Lowlander verkefnið og munum við vinna saman að undirbúningi og framkvæmd á sjálfum mótsstaðnum.

Hér að neðan má sjá valið á keppendum og fylgdarmönnum þeirra.

Valið var eftir áður útgefnum lágmörkum. 

Konur:
Hjördís Birna Ingvadóttir – svig/stórsvig
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – svig/stórsvig
Katla Björg Dagbjartsdóttir – svig/stórsvig
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir – svig/stórsvig

Karlar:
Bjarki Guðmundsson – svig/stórsvig
Gauti Guðmundsson – svig
Georg Fannar Þórðarson – svig/stórsvig
Sturla Snær Snorrason – svig/stórsvig
Tobias Hansen - stórsvig

Fararstjórn og aðstoðarfólk:
Dagbjartur Halldórsson – fararstjóri
Eric Stappers Lowlander– yfirþjálfari
Helgi Steinar Andrésson – sjúkraþjálfari
Kristinn Magnússon – aðstoðarmaður
Patrick Renner – þjálfari
Snorri Páll Guðbjörnsson – aðstoðarmaður
Sven Berben Lowlander – þjálfari

Grímur Rúnarsson landsliðsþjálfari kemst ekki með af persónulegum ástæðum að þessu sinni.  Hér verður hægt að finna öll úrslit frá mótinu ásamt lifandi tímatöku. Einnig er hægt að finna mikið af upplýsingum á heimasíðu mótsins.