HM unglinga í skíðagöngu fer fram í Oberwiesenthal í Þýskalandi, dagana 28. febrúar - 8. mars.
Á mótinu er keppt er í flokkum karla og kvenna í aldursflokkunum U20 og U23.
Keppnisgreinar eru bæði sprettganga sem og lengri vegalengdir með bæði frjálsri og hefðbundinni aðferð.
Allar helstu upplýsingar og dagskrá mótsins má skoða nánar hér.
Skíðagöngunefnd SKÍ hefur nú lokið við val keppenda á mótið skv. gildandi valreglu:
U20:
Anna María Daníelsdóttir - SFÍ
Jakob Daníelsson - SFÍ
U23:
Kristrún Guðnadóttir - Ullur
Isak Stianson Pedersen - SKA
Albert Jónsson - SFÍ
Dagur Benediktsson - SFÍ
Þjálfari á mótinu verður Vegard Karlström, landsliðsþjálfari SKÍ í skíðagöngu, ásamt einum aðstoðarmanni.
SKÍ óskar keppendunum til hamingju með valið og verður virkilega gaman að fylgjast með þeim öllum á mótinu.