Úrslit frá bikarmóti alpagreina í fullorðinsflokki

Frá mótsstað í gær
Frá mótsstað í gær

Um helgina fór fram annað bikarmót í fullorðinsflokki alpagreina. Fyrr í vetur þurfti tvisvar að fresta bikarmóti sem átti vera með tvemiur svigmótum. Þessi helgi átti svo að fara fram tvö stórsvigsmót og var ákveðið að setja bæði mót saman og halda því stóra mótahelgi með fjórum mótum. Eins og fyrr í vetur var veðrið að trufla mótshaldið og á föstudeginum var leiðinda ferðaveður en allir komust þó á leiðarenda. Í gær, laugardag, var fínasta veður og fóru fram tvö svigmót í Skálafelli. Í dag áttu svo tvö stórsvigsmót að fara fram, einnig í Skálafelli, en því miður þurfti að aflýsa þeim sökum veðurs. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær stórsvigsmótin fara fram, en það verður gefið út fljótlega.

Öll úrslit frá laugardeginum má sjá hér.

Bikarkeppnin hefur verið uppfærð eftir mót helginnar og má nálgast hana hér.