Unglingameistaramóti Íslands aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa Unglingameistaramóti Íslands (UMÍ) sem átti að fara fram á Akureyri. Upphaflega átti mótið að fara fram á Dalvík og Ólafsfirði en síðar var það fært til Akureyrar. Eins og áður segir hefur núna verið ákveðið að aflýsa mótinu annað árið í röð og er það að stórum hluta til útaf aðstæðum í samfélaginu.