U-21 strákarnir kepptu um helgina

Albert Jónsson við keppni í Gålå
Albert Jónsson við keppni í Gålå

Um helgina fóru fram mót í Gålå í Noregi og strákarnir úr U-21 hópnum í skíðagöngu tóku þátt. Keppt var í sprettgöngu á laugardaginn og 10km göngu með frjálsri aðferð á sunnudeginum. 

Í sprettgöngunni endaði Sigurður Arnar Hannesson í 94.sæti og Dagur Benediktsson 95.sæti en Albert Jónsson kláraði ekki keppni. 

Í 10km göngunni endaði Albert í 103.sæti, Dagur í 129.sæti og Sigurður Arnar í 134.sæti. Albert og Dagur bættu sig báðir í FIS punktum en Sigurður Arnar var að gera sína fyrstu punkta. 

Heildarúrslit frá mótinu í Gålå má sjá hér

Um aðra helgi keppa þeir á mótum í Idre í Svíþjóð og verða þar við æfingar í vikunni.