Tvær samæfingar í ágúst

Skíðasamband Íslands stendur fyrir tveimur samæfingum í ágúst. Annars vegar er samæfing í skíðagöngu á Akureyri 10.-13.ágúst og hins vegar er samæfing í alpagreinum 11.-13.ágúst í Reykjavík. Á báðum samæfingum mun landsliðsþjálfari hafa yfir umsjón með æfingum og munu landsliðin mæta og taka þátt. Öllum iðkendum 12 ára og eldri er boðið að taka þátt á skíðagöngu samæfingunni en í alpagreinum er öllum 15 ára og eldri boðið.

Samæfing í skíðagöngu - 10.-13.ágúst á Akureyri

Dagskrá:
Fimmtudagur 10.ágúst
18:00 Hjólaskíði og styrkur (classic and strength)
Föstudagur 11.ágúst
09:00 Hjólaskíði (skate hard)
16:30 Hjólaskíði (classic)
Laugardagur 12.ágúst
09:00 Hlaup (elghufs interval with poles)
16:30 Hjólaskíði (skate)
Sunnudagur 13.ágúst
09:00 Hlaup (long run)

Samæfing í alpagreinum - 11.-13.ágúst í Reykjavík

Dagskrá:
Föstudagur 11.ágúst
18:30 Snerpa-hraði-jafnvægi
Laugardagur 12.ágúst
09:00 Þrektest
17:30 Endurheimt-liðleiki-hreyfanleiki
Sunnudagur 13.ágúst
10:00 Spinning

Nánari upplýsingar gefur Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ, á netfangið ski@ski.is eða í síma
660-4752.