Tour de Ski - Snorri í 51.sæti í heildarkeppninni

Snorri Einarsson í keppni dagsins. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson í keppni dagsins. Mynd: Nordic Focus

Þriðja keppnin í Tour de Ski fór fram í dag í Val Müstair í Sviss. Keppni dagsins var 15 km ganga með frjálsri aðferð og eltiræsingu. Snorri hóf leik nr. 53 í röðinni en ræst var út eftir heildarkepnninni í Tour de Ski þar sem Snorri var einmitt í 53.sæti fyrir keppni dagsins. Snorri átti fínustu göngu en hann var með 50. besta tíma dagsins og er í 51.sæti í heildarkeppninni.

Fyrsta hluta Tour de Ski er þar með lokið og ferðast liðið til Toblach á Ítalíu í dag. Á morgun er hvíldardagur en á þriðjdag og miðvikudag verður keppt í tveimur 15 km göngum í Toblach.

Öll úrslit frá Val Müstair má sjá hér. Allar upplýsingar um komandi keppni í Toblach má svo finna hér.