Tour de Ski - Snorri í 40.sæti í dag

Snorri Einarsson með rásnúmer 41 í keppni dagsins. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson með rásnúmer 41 í keppni dagsins. Mynd: Nordic Focus

Öðru hluta af Tour de Ski mótaröðinni lauk í dag með 15 km göngu í Toblach. Keppt var með hefðbundinni aðferð og eltiræsingu og hóf Snorri leik nr. 41 í röðinni. Þar sem um eltiræsingu er að ræða var ræst út með tímamun eftir keppni gærdagsins og hóf Snorri því leik tveim mínútum og sjö sekúndum á eftir fyrsta manni. Snorri átti fína göngu og endaði að lokum í 40.sæti og er núna í 47.sæti í heildarkeppninni.

Öll úrslit frá Toblach má sjá hér.

Á morgun er hvíldardagur áður en þriðji og síðasti hluti mótaraðarinnar hefst í Val di Fiemme á Ítalíu. Þrjár keppnir eru eftir, byrjað verður á föstudaginn á 15 km göngu með hópræsingu, á laugardaginn verður sprettganga og á sunnudaginn fer síðasta keppnin fram. Lokakeppnin er hin fræga "final climb" eða síðasta klifrið en sú keppni er alls 10 km að lengd en síðustu 3,5 km eru upp skíðabrekku og er mesti hallinn 30% og alls er hækkunin 420 metrar. Oft á tíðum eru miklar sviptingar í þessari síðustu keppni enda tekur hún vel í.