Tour de Ski - Snorri í 38.sæti í dag

Snorri Einarsson nr.44 í keppni dagsins. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson nr.44 í keppni dagsins. Mynd: Nordic Focus

Þriðji og síðasti hluti Tour de Ski hófst í dag með 15 km göngu í Val di Fiemme. Keppt var með hefðbundinni aðferð og hópræsingu. Aðstæður voru virkilega góðar og hóf Snorri leik nr. 44 í rásröðinni. Snorri endaði að lokum í 38.sæti sem eru hans bestu úrslit í mótaröðinni og í heildarkeppninni er Snorri í 41.sæti.

Á morgun fer fram næsta síðasta keppnin í mótaröðinni og er það sprettganga og hefst keppni hjá körlum í undanrásum kl. 10:05.

Úrslit frá Val di Fiemme má sjá hér.