Tour de Ski - Snorri Einarsson í 49.sæti í dag

Snorri Einarsson við keppni í dag. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson við keppni í dag. Mynd: Nordic Focus

Tour de Ski hélt áfram í dag þegar keppt var í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð og hópræsingu, áfram í Val Müstair eins og í gær. Snorri Einarsson ræsti út í keppni dagsins nr. 57 og endaði að lokum í 49.sæti og náði því aðeins að vinna sig upp. Aðstæður í dag voru þokkalegar en þó byrjaði aðeins að snjóa og reyndist flókið að finna gott grip í brautinni. Í heildarkeppni Tour de Ski er Snorri í 53.sæti eftir tveir keppnir af átta.

Á morgun fer fram 15 km ganga með frjálsri aðferð og eltiræsingu, en þá er ræst út eftir heildarstöðunni í Tour de Ski mótaröðinni. 

Öll úrslit frá Val Müstair má sjá hér.