Tour de Ski - Besta gangan hans Snorra í dag

Snorri Einarsson í keppni dagsins. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson í keppni dagsins. Mynd: Nordic Focus

Annar hluti af Tour de Ski mótaröðinni hófst í dag. Keppt var í 15 km göngu með frjálsri aðferð og hóf Snorri leik nr. 2 í rásröðinni. Byrjunin hjá Snorra var róleg en eftir því sem leið á gönguna gekk honum betur og að lokum endaði hann í 41.sæti í keppni dagsins. Hans besti árangur í vetur og í heildarkeppni Tour de Ski er Snorri kominn í 50.sæti.

Á morgun fer fram önnur 15 km ganga en að þessu með hefðbundinni aðferð og eltiræsingu.

Öll úrslit frá Toblach má sjá hér.