Topolino 2016

Hópurinn við brottför í morgun
Hópurinn við brottför í morgun

Topolino mótið, sem haldið er á Ítalíu, fer fram um næstu helgi en mótið er fyrir aldursflokkinn 12-15 ára. Eins og undanfarin ár sendir Skíðasambandið hóp á mótið til þátttöku í alpagreinum og hélt hópurinn utan í dag. Keppni fer fram 4.-5.mars, 12-13 ára keppa í stórsvigi föstudeginum og svigi á laugardeginum en hjá 14-15 ára verður svig á föstudeginum og stórsvig á laugardeginum. Við munum fylgjast vel með mótinu og flytja fréttir af gengi íslensku keppendana. Heimasíðu mótsins má sjá hér

Keppendur á Topolino 2016
Axel Reyr Rúnarsson (2000) – Skíðafélag Dalvíkur 
Tandri Snær Traustason (2000) – Breiðablik 
Agla Jóna Sigurðardóttir (2000) – Breiðablik 
Harpa María Friðgeirsdóttir (2000) – Ármann 
Helgi Halldórsson (2001) – Skíðafélag Dalvíkur 
Halldóra Birta Sigfúsdóttir (2001) – UÍA
Guðni Berg Einarsson (2002) – Skíðafélag Dalvíkur 
Aron Máni Sverrisson (2002) – Skíðafélag Akureyrar 
Nanna Kristín Bjarnadóttir (2002) – Ármann
Perla Karen Gunnarsdóttir (2002) – Breiðablik

Fararstjórn
Snorri Páll Guðbjörnsson 
Sveinn Torfason 
Ása Bergsdóttir Sandholt