Þrjú á HM í alpagreinum

Þau þrjú sem keppa á HM í alpagreinum sem fram fer í Courchevel Meribel í Frakklandi og hefst í næstu viku, eru Gauti Guðmundsson, og Katla Björg Dagbjartsdóttir og Jón Erik Sigurðsson (sjá samsetta mynd). Þau keppa öll í svigi og stórsvigi.

Þau þrjú mæta á svæðið mánudaginn 13. febrúar nk., en fyrsti keppnisdagur er 16. febrúar skv. dagskrá, sem hægt er að sjá hér.

Þjálfarar í ferðinni verða Arjan Wanders, Eric Stappers frá Lowlander verkefninu og Damjan Vesovic. Fararstjóri er Dagbjartur Halldórsson afreksstjóri SKÍ.