Þriðji dagur á HM 2023 - Fall er faraheill

Katla Björg uppi í starti
Katla Björg uppi í starti

Allir keppendur Íslendinga voru mættir í brekkuna í dag en því miður gengu hlutirnir ekki upp sem skyldi. Keppt var í tveimur greinum, aðalkeppni í svigi kvenna og undankeppnin í svigi karla. 

Í svigi kvenna var Katla Björg Dagbjartsdóttir með rásnúmer 59. Hún endaði að í 65. sæti af 122 keppendum og vann sér þar með ekki inn rétt til þess að fá að taka þátt í seinni ferðinni. Þar með er þátttöku Kötlu Bjargar lokið í ár en þetta var í annað skiptið sem hún tekur þátt á HM.

Í undankeppni í svigi karla kepptu bæði Gauti Guðmundsson og Jón Erik Sigurðsson en hvorugur þeirra náði að klára fyrri ferð í dag. Það þýðir að Gauti verður eini keppandi okkar í aðalkeppninni á morgun en Gauti og Jón Erik hefðu báðir þurft að enda í topp 25 til þess að keppa báðir á morgun. Jón Erik hefur því líkt og Katla Björg lokið keppni í ár en þetta var hans fyrsta HM. Þessi keppni fer klárlega í reynslubankann og munu þau koma sterkari til leiks á næsta HM.

Gauti verður með rásnúmer 78 í svigi karla á morgun. Þar gildir líkt og áður að ná þarf inn í topp 60 til að taka þátt í seinni ferð. Keppni hefst klukkan 09:00 að íslenskum tíma en útsendingin hefst kl. 08:50 og er lýst af Jakobi Helga Bjarnasyni á RÚV 2. 

Úrslit og lifandi tímataka í aðalkeppni í svigi karla má finna hér.