Þrekhelgi alpagreina

Nú er komið að fyrstu æfingahelgi hæfileikamótunar alpagreina þetta árið fyrir 14-17 ára (fædd 2005-2008). Æfingin verður í Reykjavík og mæting er kl. 18 föstudaginn 2. september og henni lýkur kl. 14 sunnudaginn 4. september. Nánari dagskrá og tilhögun kemur síðar. Æfingin mun kosta 20.000 kr. og þarf að greiða um leið og skráning fer fram. Reikningsnúmer SKÍ 0162-26-003860, kt. 590269-1829. Skráningarfrestur er til og með 12. ágúst. Nánari upplýsingar og aðstoð við skráningu veitir afreksstjóri SKÍ Dagbjartur í síma 660 1075 eða dagbjartur@ski.is.