Þjálfari 2 - Námskeið í alpagreinum

Þjálfari 2, sérgreinahluti alpagreina - 22.-24.janúar 2016

Skíðasamband Íslands auglýsir námskeið fyrir skíðaþjálfara í alpagreinum. Námskeiðið er sérgreinahluti af Þjálfari 2 og verður kennt eftir efni frá Bandaríska Skíðasambandinu (USSA), en nýlega fóru SKÍ og USSA í samstarf um efni og kennslu á þjálfarastigunum.

Dagskrá
Föstudagur kl. 9-18 í Bláfjöllum/Reykjavík
Laugardagur kl. 9-18 í Bláfjöllum/Reykjavík
Sunnudagur kl. 9-17 í Bláfjöllum/Reykjavík

Þátttökurétt hafa þeir sem lokið hafa fyrsta þjálfarastigi (almennum og sérgreinahluta) og sex mánaða starfsreynslu frá því að þjálfarastigi eitt var lokið.

Leiðbeinandi verður Ronald Wade Kipp fræðslustjóri USSA og mun námskeiðið fara fram á ensku.

Þáttökugjald er 20.000 kr. og greiðist við skráningu. Skráning er á netfangið ski@ski.is og er skráningarfrestur til og með 17.janúar. Nánari dagskrá og upplýsingar verða sendar á þátttakendur eftir að skráningarfresti lýkur.

Nánari upplýsingar veitir Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ, á netfanginu ski@ski.is.