Þjálfari 1 sérgreinahlutinn í alpagreinum 8.-10. desember

ATH! Breytt dagsetning

Þjálfari 1 sérgreinahlutinn í alpagreinum verður haldinn í Bláfjöllum (Tindastóll til vara) helgina 8.-10. desember.


Námskeiðið er þjálfurum að kostnaðarlausu og einnig gisting svo framarlega sem námskeiðið verði haldið í Bláfjöllum eða Tindastól.

Hvetjum félög til að senda alla sína þjálfara sem eiga eftir að taka námskeiðið eða tóku það fyrir mörgum árum. En til að geta skráð sig á námskeiðið þá þarf að vera búið að ljúka við þálfari 1 bóklega hlutann hjá ÍSÍ.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.


Sendið póst á brynja@ski.is til að skrá ykkur.

Skráningarfrestur er til og með 24. nóvember.