Þjálfarar í hæfileikamótun hjá SKÍ

Ólafur Th. Árnason
Ólafur Th. Árnason

Skíðasambandið hefur ráðið nýja þjálfara til að sjá um hæfileikamótun í alpagreinum og í skíðagöngu.

Fjalar Úlfarsson, sem séð hefur um hæfileikamótun í alpagreinum, og Thorstein Hymer um hæfileikamótun í skíðagöngu undanfarin ár óskuðu báðir eftir því að láta af störfum vegna anna í vinnu og annarra verkefna.

Skíðasambandið þakkar þeim kærlega fyrir góð störf og mikinn dugnað.

Kristinn Logi Auðunsson hefur tekið við af Fjalari og mun sjá um alpagreinahlutann og Ólafur Th. Árnason tók við af Thorsteini Hymer og mun sjá um skíðagönguhlutann.

Skíðasambandið býður þá velkomna til starfa.