Þjálfaranámskeið í skíðagöngu

Skíðasamband Íslands auglýsir námskeið fyrir þjálfara í skíðagöngu helgina 18.-19. desember. Námskeiðið mun gilda til fyrsta stigs þjálfararéttinda (Þjálfari 1).
Námskeiðið verður haldið í Ólafsfirði.

Dagskrá með fyrirvara um breytingar:
Laugardagur 18. des kl. 09:00 - 12:00 og 14:30 - 20:00.
Sunnudagur 19. des kl. 09:00 - 13:00.

Leiðbeinendur verður Ólafur H. Björnsson. 

Þátttökugjald er 10.000 kr. og greiðist fyrir námskeið. Skráning er á netfangið ski@ski.is og er skráningarfrestur til og með 12.desember. Nánari dagskrá og upplýsingar verða sendar á þátttakendur eftir að skráningarfresti lýkur.

Nánari upplýsingar veitir Jón Viðar Þorvaldsson á netfanginu ski@ski.is.