Þjálfaranámskeið á snjóbrettum um helgina

Snjóbrettanefnd SKÍ stendur fyrir þjálfaranámskeið á snjóbrettum sunnudaginn 31.janúar 2021. Námskeiðið er hluti af nýju námsefni sem hefur verið í vinnslu að undanförnu og er þetta námskeið hluti af Þjálfari 1 hluta. Námskeiðið verður rafrænt í fjarfundarformi en einungis er um að ræða bóklegan hluta af námskeiðinu. Seinna í vetur fer fram verklegur hluti og er vonast til að sá hluti fari fram á fleiri en einum stað og þannig að koma til aðildarfélagana. Til þess að ljúka Þjálfari 1 hlutanum þarf að klára bæði bóklegan og verklegan hluta.

Sunnudagur 31.janúar 2021
Bóklegur hluti - kl.14-18

Ekkert gjald verður rukkað fyrir námskeiðið og eru sem flestir hvattir til að sækja námskeiðið. Höfundur efnis og kennari er Sölvi Bernódus Helgason.

Skráning fer fram á netfangið ski@ski.is til og með laugardagsins 30.janúar. Frekari upplýsingar veitir Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ, á sama netfang. Slóð á námskeiðið verður send út til skráðra þátttakenda þegar skráningu lýkur.