Þjálfaramál í alpagreinum - Auglýst eftir aðstoðarmönnum

Nýlega var auglýst eftir landsliðsþjálfara í alpagreinum. Ákvörðun var tekin að ráða ekki landsliðsþjálfara sem slíkan heldur að fá nokkra aðila til að taka að sér verkefni vetrarins hjá landsliðinu í alpagreinum. Þrír aðilar munu vera í þessu hlutverki en það eru þeir Egill Ingi Jónsson, Fjalar Úlfarsson og Grímur Rúnarsson. Egill Ingi og Fjalar hafa báðir starfað sem landsliðsþjálfarar undanfarin ár og Grímur hefur farið í margar ferðir sem aðstoðarþjálfari og því um kunnugleg andlit að ræða.

Fjölmörg verkefni eru á dagskrá hjá alpagreinum í vetur og þrátt fyrir að vera með þessa þrjá aðila vantar aðstoð í nokkur verkefni. Alpagreinanefnd SKÍ auglýsir því eftir áhugasömum aðstoðarþjálfurum til að taka þátt í starfi vetrarins.

Verkefnin sem um ræðir:

  • Samæfingarferð til Austurríkis - 21.-29.október 2018
  • Æfinga- og keppnisferð - janúar 2019
  • HM fullorðinna - febrúar 2019
  • Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) - febrúar 2019

Frekari upplýsingar veitir Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóra SKÍ, í síma 660-4752 eða á netfanginu ski@ski.is. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 23.ágúst 2018.