Sturla Snær keppti í Evrópubikar

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason

Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, tók þátt í Evrópubikar í Val Cenis í Frakklandi. Keppt var á tveimur svigmótum sem fór fram í gær og í dag. Í báðum mótum komst Sturla Snær í seinni ferðina en einungis 60 bestu komast áfram í seinni. Að lokinni fyrri var Sturla Snær í 40.sæti í fyrra mótinu og í 54.sæti í því seinna. Því miður náði hann ekki að klára seinni ferð í hvorugu móti. Evrópubikar er hluti af álfubikarkeppni FIS sem er næst sterkasta mótaröð í heimi.

Öll úrslit frá Val Cenis má sjá hér.