Sturla Snær í 7.sæti - Hólmfríður og Katla með bætingu

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason

Fyrr í dag fór fram svigkeppni í San Vigilio - Kronplatz á Ítalíu, en um er að ræða írska meistaramótið. Þrír aðilar úr landsliðinu í alpagreinum tóku þátt, en það voru þau Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Sturla Snær Snorrason. Öll gerðu þau vel en bæði Hólmfríður og Katla Björg bættu sig á heimslistanum og Sturla Snær endaði í 7.sæti. 

Karlar
7.sæti - Sturla Snær Snorrason 37.04 FIS stig

Konur
17.sæti - Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 51.70 FIS stig
18.sæti - Katla Björg Dagbjartsdóttir 53.72 FIS stig

Heildarúrslit má sjá hér.