Sturla Snær í 4.sæti í Króatíu

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason

Undanfarna tvo daga tók Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, þátt á tveimur alþjóðlegum FIS svigmótum í Zagreb, Króatíu. Sturla Snær náði ekki að klára fyrri ferð í gær en bætti heldur betur úr því í dag og endaði í 4.sæti. Í fyrri ferðinni gerði Sturla Snær smá mistök en seinni ferðin var mun betri og var hann með þriðja besta tímann í þeirri ferð. Þrátt fyrir gott mót náði hann ekki að bæta heimslistastöðu sína.

Úrslit frá mótunum má sjá hér.