Sturla Snær byrjar veturinn vel

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason

Undanfarna daga hafa fjölmargir Íslenskir keppendur verið við æfinga og keppni í Geilo í Noregi. Egill Ingi Jónsson, landsliðsþjálfari í alpagreinum hefur verið með fjóra keppendur úr B-landsliðinu við æfingar síðan 21.nóvember. Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður, og Andrea Björk Birkisdóttir, B-landsliðskona, hafa svo verið við æfingar hjá NTG í Geilo. Ásamt þeim hafa fleiri Íslenskir keppendur verið við æfingar og keppni í Geilo undanfarið. 

Í dag kláraðist árleg FIS mótaröð í Geilo og tóku fjölmargir Íslendingar þátt. Hér að neðan er hægt að sjá helstu úrslit. Sturla Snær átt flott svig mót í gær er hann endaði í 5.sæti og fékk fyrir það 37.47 FIS punkta sem er aðeins frá hans besta en lofar góðu miðað við fyrsta mót. Þær Andrea Björk og Katla Björk voru að bæta sig þó nokkuð í FIS punktum í stórsvigi á þessum mótum.

Fimmtudagur 1.des - Stórsvig

Karlar:
31. Sturla Snær Snorrason
91. Jón Gunnar Guðmundsson
128. Bjarki Guðjónsson

Konur:
35. Andrea Björk Birkisdóttir
57. Katla Björg Dagbjartsdóttir
78. Harpa María Friðgeirsdóttir
94. Jónína Hlín Hansdóttir

Föstudagur 2.des - Stórsvig

Karlar:
68. Jón Gunnar Guðmundsson
114. Bjarki Guðjónsson

Konur: 
38. Andrea Björk Birkisdóttir
58. Katla Björg Dagbjartsdóttir 
64. Harpa María Friðgeirsdóttir
85. Jónína Hlín Hansdóttir

Laugardagur 3.des - Svig

Karlar: 
5. Sturla Snær Snorrason
57. Jón Gunnar Guðmundsson

Konur:
26. Katla Björg Dagbjartsdóttir
47. Harpa María Friðgeirsdóttir
50. Jónína Hlín Hansdóttir

Sunnudagur 4.des - Svig

Karlar:
48. Bjarki Guðjónsson

Konur: 
42. Harpa María Friðgeirsdóttir
44. Jónína Hlín Hansdóttir

Öll úrslit frá mótinu má sjá hér.