Sterk frammistaða hjá skíðagöngulandsliðinu í Finnlandi

Sterk frammistaða hjá íslenska landsliðinu í skíðagöngu í Olos, Finnlandi

Íslenska landsliðið í skíðagöngu tók þátt í alþjóðlegu móti í Olos, Finnlandi um helgina, þar sem saman komu keppendur frá fjölmörgum löndum, en flestir af Norðurlöndunum.
Mótið markaði upphaf nýs keppnistímabils og skapaði gott tækifæri til að bera saman styrk og form á þessum árstíma.

Dagur Benediktsson, Einar Árni Gíslason, Ástmar Helgi Kristinsson og Kristrún Guðnadóttir tóku öll þátt og náðu góðum árangri og sögðu að það hafi verið nýr snjór og mjög góðar aðstæður en mikill kuldi. 

Besti árangur Dags og Einars til þessa

Karlarnir kepptu í 10 km hefðbundinni göngu og stóðu sig allir vel.

  • Dagur Benediktsson, 50. sæti, 28:31,2 mín, +1:36,8 á eftir og gerði 69.79 FIS punkta sem eru hans bestu til þessa. 

  • Einar Árni Gíslason, 70. sæti, 29:08,5 mín, +2:14,1 á eftir og gerði sína langbestu FIS-punkta á ferlinum, 86.56.

  • Ástmar Helgi Kristinsson, 111. sæti, 30:53,7 mín, +3:59,3  á eftir sem var góða frammstaða á hans fyrsta móti á tímabilinu.

Kristrún byrjar vel eftir erfið meiðsl

Kristrún Guðnadóttir keppti í 1,2 km spretti á föstudaginn og endaði í 48. sæti með tímann 4:18,48 mínútur (+42,20 sekúndur). Í dag keppti Kristrún í 10 km frjálsri göngu og endaði í 68. sæti og var +6:07,9 mín á eftir. 
Þetta er góð byrjun á tímabilinu hjá Kristrúnu, sem er að snúa aftur til keppni eftir erfið meiðsli og undirstrikar að hún sé að bæta sig jafnt og þétt í aðdraganda nýs tímabils. 

Spennandi tímabil framundan

Keppnin í Olos sýnir að íslenska landsliðið í skíðagöngu er á réttri leið.
Með markvissum undirbúningi, aukinni keppnisreynslu og sterkum liðsanda halda íslenskir keppendur áfram að færa sig nær fremstu þjóðum í greininni.

Skíðasamband Íslands óskar keppendunum og þjálfara innilega til hamingju með flottan árangur og góða byrjun á tímabilinu.