Sprettgöngu lokið á HM U23 í skíðagöngu

Dagur Benediktsson
Dagur Benediktsson

Fyrr í dag fór fram undankeppni í sprettgöngu á HM U23 sem fram fer í Vuokatti í Finnlandi. Upphaflega átti keppnin að fara fram í gær en sökum mikils kulda var henni seinkað. Dagur Benediktsson var meðal keppanda en keppt var 1,4 km spretti með hefðbundinni aðferð. Dagur endaði í 52.sæti og fékk 183.02 FIS sem er aðeins frá hans heimslistastöðu en þar er hann með 163.66 FIS stig. 

Á morgun fer fram 15 km með frjálsri aðferð og hefst keppni kl.12:20 að íslenskum tíma.

Öll úrslit og lifandi tímatöku má finna hér.