Sprettgöngu í Bruksvallarna lokið

Sigurður Arnar, Albert, Dagur, Sólveig og Kristrún
Sigurður Arnar, Albert, Dagur, Sólveig og Kristrún

Um þessar mundir eru liðsmenn úr B-landsliðinu í skíðagöngu ásamt fleiri Íslendingum við keppni í Bruksvallarna í Svíþjóð. Í dag var keppt í 1 km sprettgöngu með hefðbundinni aðferð. Alls voru sjö Íslendingar sem tóku þátt á mótinu en fimm þeirra eru úr B-landsliðinu. 

Karlar 16-20 ára flokkur
88. Albert Jónsson
92. Dagur Benediktsson 
96. Sigurður Arnar Hannesson
117. Pétur Tryggvi Pétursson
122. Arnar Ólafsson

Konur
58. Sólveig María Aspelund

Konur 16-20 ára flokkur
37. Kristrún Guðnadóttir

Öll úrslit frá mótinu og FIS punkta er hægt að sjá hér.

Á morgun heldur hópurinn til Idre í Svíþjóð og mun vera við æfingar þar í vikunni ásamt því að keppa þar um næstu helgi.