Spennandi staða í Bikarkeppni í alpagreinum

Frá skíðasvæðinu á Dalvík
Frá skíðasvæðinu á Dalvík

Spennandi staða er bæði milli liða og einstaklinga í Bikarkeppni SKÍ í alpagreinum fyrir lokamótið um helgina sem verður haldið á Dalvík og Akureyri um helgina.

Keppni milli þriggja efstu félaganna er því sem næst jöfn, en aðeins munar 37 stigum á milli Ármanns sem leiðir og Víkings í þriðja sæti. ÍR er eins og er í öðru sæti aðeins 6 stigum frá efsta sæti.

Stigastaða í kvennaflokki er sem hér segir:

  1. Signý Sveinbjörnsdóttir 630 stig
  2. Eyrún Erla Gestsdóttir 560
  3. Þórdís Helga Grétarsdóttir 275

Heildarstigastöðu kvenna má sjá hér.

Í karlaflokki er staða þriggja efstu þannig:

  1. Jon Erik Sigurðsson 550 stig
  2. Torfi Jóhann Sveinsson 406
  3. Pétur Reidar Pétursson 325

Heildarstigastöðu karla má sjá hér.

Stigastaða liða er sem hér segir:

  1. Árm.            932 stig
  2. ÍR                926
  3. Víkingur     895
  4. KR              660
  5. Dalvík         571
  6. SKA            570
  7. Fram           550
  8. Breiðabl.     329
  9. SSS             211
  10. SFF             140

Keppni á Skíðalandsmóti Íslands hefst kl. 10 laugardaginn 1. apríl á Dalvík, þar sem keppt verður í svigi og sunnudaginn 2. apríl kl. 10 í Hliðarfjalli, en þar verður keppt í stórsvigi.